Smíði

Klipptum gataplötuna í 8 stk.(það var ca. 1cm mismunur á breiddinni á pörunum sem við hefðum átt að lagfæra)

Hreinsuðum plöturnar með Wurth fituhreinsi og lökkuðum þær svartar (ekki nógu vel gert, hefðum örugglega þurft að þrífa plöturnar betur)

Skárum gat á 4 plötur fyrir tenginu við miðjuna (hefðum ekki átt að gera það, ný tengiaðferð þarfnast nýrrar hönnunar)
Límdum plastrenningana á plöturnar, passa sig á að rúnuðu götin snúi inn til að minnka möguleikana á neistum.


Strekktum filmuna á glerplötu, fest og strekkt með málningarteipi.  Mökuðum grafíti á filmuna og reyndum að stýra hversu mikið við settum með ohm-mælingum (þarf að gera tilraunir með þetta, getur verið að þykktin skipti engu máli og að grafít sprey sé í lagi).    ATH getur verið að límið bindist verr við filmuna ef það er með grafít á og leiðni út við brún væri ekki æskileg hvort sem er.  Settum teip til að hylja brúnirnar en ekki í miðjuna þar sem tengingin okkar var í horninu.

Límdum plöturnar saman. Eftir það urðu þær mjög stífar og auðveldari í meðferð.

Smíðuðum rammana úr gluggaefni og miðuðum almennt við gluggasmíðar. Þessi hluti var mikið fúsk þar sem við kunnum ekkert í trésmíði.  Skárum listana í 45 gráður og notuðum kökur til að festa þá saman.  Bæsuðum svo rammana.  Við gerðum fyrst ráð fyrir að festa panelana með listum aftan á allan hringinn en ég held að við höfum á endanum bara sett lista langsöm og ekki alla leið.  Notuðum líka gúmmílista beggja vegna við panelinn.

Á þessu stigi vorum við með rammana og ákveðna hugmynd um að festa allt dótið neðan á þá en það var engin hönnun tilbúinn.  Við hugsuðum allt of lítið um heildarmyndina og vorum eiginlega hálfheppnir í lokin þegar allt small saman.

Við undum sjálfir audio spennana eftir forskrift frá Flemming.  Hann gerði athugasemdir við að tengingar á milli eftirvafanna lægu of þétt að forvöfunum. Það virtist ekki vera vandamál þennan eina dag sem þeir hafa verið í gangi en getur verið að annað eigi eftir að koma í ljós og við þurfum að vinda þá upp á nýtt.


Við keyptum einangrunarspenna og notuðum prent frá eh hollenskri síðu fyrir HT rásina.  Þá voru allar rásirnar klárar og við fórum að huga að kassanum undir þær. Byrjuðum á að festa botnplötuna og tréplötuna sem stendur upp úr henni.  Hugsuðum ennþá ekkert mikið lengra en það en ákváðum að nota ekki tré í restina því það yrði allt of mikið vesen að festa IEC og bananatengin. 

Enduðum á því að kaupa blikk í bakplötuna og lokið.  Þegar hérna er komið við sögu voru vinklarnir sem festu botnplöturnar orðnir slappir svo við skiptum þeim út og settum frekari styrkingu neðan á botnplötuna.  Við lökkuðum allt sem átti að vera sýnilegt og púsluðum svo öllu saman.

Okkur tókst að rugla saman for- og eftirvöfunum á hljóð spennunum og eftir að við föttuðum það hugsuðum við aðeins of mikið og tengdum þá í vitlausum fasa. 

Þegar við settum fyrst rafmagn á dótið þá vorum við með hæstu mögulegu spennu og töluvert minna viðnám en endanlega til að jafna grafítið á filmunum.  Hækkuðum svo viðnámið og lækkuðum spennumargfaldarann úr 13x í 7-9x.  Næst á dagskrá er að búa til filter fyrir þá.  Þarf að stilla mjög háa tóna og taka út lága tóna, þarf að finna út við hvaða tíðni henta best.  Þarf líka að hugsa um magnarann.  Getur verið að öryggin hafi farið útaf dc biasinn var allt of hár en magnarinn virðist hitna of mikið.