HT rásin

HT rásin er einfaldlega spennumargfaldari. Fyrsta skrefið er einangrunarspennir til að einangra rásina frá netinu. Eftir það er 13x spennumargfaldari sem skilar út u.þ.b. 4,2kV. Hátalarinn þarf nánast engan straum á bak við þessa spennu og ein HT rás gæti þess vegna knúið marga hátalara. Við byrjuðum á því að nota 100mA öryggi en þau áttu til að gefa sig þegar tekið var úr sambandi svo við skiptum upp í 250mA og skrifuðum þetta á lélega framleiðslutækni á öryggjunum. Viðnámin við útganginn eru til að takmarka strauminn sem hægt er að draga út. Við hefðum átt að skipta stóra viðnáminu frekar upp því þá er auðveldara að mæla spennuna. Við byrjuðum á að tengja litla viðnámið og færðum svo tenginguna yfir á stóru viðnámin og lækkuðum margföldunina í 7-9x eftir að panelarnir hættu að neista. Íhlutirnir í margfaldaranum þurfa að þola tvöfalda peak spennu sem í okkar tilfelli er u.þ.b. 650V.
F1        250mA (ég held líka að þau séu slow blow en það skiptir engu máli)
T1        1:1 230v
C1-13  0,1uF 1000V
D1-13 1N4007
R1-2    man það ekki nákvæmlega örugglega nálægt 5MΩ
R3        örugglega nálægt 2MΩ
það þarf að skoða viðnámin og uppfæra þetta svo