Yfirlit

Efst á myndinni til vinstri er ytri hljóðmagnari, restin á myndinni er svo það sem er í einum hátalara.  Plöturnar, tveir spennar og HT rásin.  Hljóðmerkið frá magnaranum er tekið í gegnum miðjutengdann spenni sem er 1:30.  Við skiptum spenninum í tvennt til að minnka hættu á bjögun því þarna er ansi há spenna sem getur geislað á milli vafa.  Þetta þýðir að hljóðmerkið er sett inn á báðar járnplöturnar með 180° fasamun.  Miðjupunkturinn er svo tengdur við jörðina í HT rásinni og útgangurinn þaðan inn á filmuna.  Hún hleðst upp og þegar hljóðmerkið fer inn á plöturnar dregst filman fram og tilbaka og myndar hljóð.

Flemming aðstoðaði okkur mikið í þessu öllu saman.  Hann til dæmis hannaði spennana fyrir okkur og hérna eru leiðbeiningarnar sem við fengum.